Námskeið

100


Byrjendur

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í SharePoint 2013 og hvernig er hægt að nýta sér umhverfið í daglegri vinnu, svo sem að nálgast efni á SharePoint, vinna við lista og skjalasöfn. Einnig verða skoðaðir nýjir samskiptamöguleikar (e.social) í SharePoint 2013.

Námskeið fyrir: notendur sem hafa aðgang að Sharepoint umhverfi og vilja öðlast grunn þekkingu til að nýta SharePoint við vinnu sína.

200


Apps í SharePoint: listar, skjalasöfn og stillingar þeirra

Á námskeiðinu er kennt að búa til vefi, skjalasöfn og lista (e.apps) í SharePoint. Farið er yfir hvaða apps eru í boði, farið nánar í stillingar þeirra (e.settings) og kennt að búa til dálka og vinna með flóknari sýnir (e.views).

Námskeið fyrir: notendur sem hafa grunnþekkingu í Sharepoint en vilja komast skrefinu lengra. Tilvalið fyrir verkefnastjóra eða aðra sem þurfa að skipuleggja verkefni t.d. teymis eða deilda.

300


Umsjón vefja og efnisstjórnun

Kennt verður að búa til síður (e.pages) og birta efni á þeim (e.web parts, audience). Unnið verður með leiðarkerfi (e.navigation) vefja. Farið verður yfir flóknari stillingar (settings) á skjalasöfnum og listum hvernig breyta megi formum á einfaldan hátt. Einnig er farið yfir grunnatriði í aðgangsstýringum, kennt að búa til aðgangsgrúppur og hvernig skuli nota þær til að stýra aðgangi vefja og efnis á þeim.

Námskeið fyrir: notendur sem vilja stýra birtingu efnis á SharePoint vefjum (e.publishing pages) og kafa dýpra í stjórnun efnis í SharePoint, skjalasöfn og lista. Tilvalið fyrir þá sem vilja halda utan um efni teymis eða deildar, t.d. á deildarvefjum.

400


Skjalastjórnun, lýsigögn og sniðmát

Kafað er dýpra í innviði Sharepoint. Farið er yfir skjalategundir (Content types) og hvernig megi vinna með þær. Einnig verður farið yfir hvernig megi halda utan um lýsigögn með site columns, managed metadata og term store.

Námskeið fyrir: notendur sem vinna mikið með skjöl og vill læra að nýta lýsigögn betur til að merkja efni svo auðveldar sé að fá yfirsýn og leita eftir efni. Tilvalið fyrir skjalastjóra eða þá sem vilja nota sharepoint meira sem skjalavisturnartól.

500


InfoPath, SharePoint designer og verkflæði

Farið er yfir forritin SharePoint designer (SPD) og InfoPath og sýnt hvað er hægt að framkvæma í þeim. Kennd eru undirstöðuatriði í SPD verkflæðum og hvernig hægt er að nýta InfoPath í að búa til gagnvirk form.

Námskeið fyrir: lengra komna í SharePoint. Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga að búa til lausnir með notkun verkflæða og forma.